Erlent

54 prósent munu hafna sjálfstæði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/AFP
Sambandssinnar munu bera sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands ef marka má könnun á vegum YouGov

Samkvæmt spá fyrirtækisins munu 46% Skota kjósa sjálfstæði frá Bretlandi en 54 prósent vilja áframhaldandi veru í ríkjasambandinu. Reuters greindi frá.

Könnunin var framkvæmd í dag en hún byggir á svörum 1828 Skota sem mættu á kjörstað í dag og 800 annarra sem höfðu skilað inn svari sínu í aðdraganda kjördagsins.

Áður hafði verið haft samband við þá álitsgjafa sem kusu í dag en ákveðið var að hafa aftur samband við þá á kjördag til þess að greina hvort einhver hafi skipt um skoðun í vikunni.

Könnunin leiddi í ljós að þeir sem breyttu atkvæði sínu skiptu heldur frá Já yfir í Nei en öfugt og að þeir sem vildu halda Skotlandi innan Stóra-Bretlands væru líklegri til að mæta á kjörstað.

Sjálfstæðissinnar virðast hafa verið ágengari í kosningabaráttunni en 10 prósent Nei-sinna sögðust hafa orðið fyrir óæskilegu áreiti af hendi þeirra. Fimm prósent sjálfstæðissinna kvörtuðu undan pirrandi áreiti af hálfu sambandssinna. 


Tengdar fréttir

Skotar ganga að kjörborðinu

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Skotlandi þar sem landsmenn ákveða hvort þeir skuli öðlast fullt sjálfstæði frá Bretum. Mikil spenna er í kringum kosningarnar enda gætu úrslitin orðið afdrífarík hver sem þau verða.

Spennuþrunginn dagur

Skoðanakannanir í Skotlandi sýna það lítinn mun að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er. Tilfinningar hafa stigmagnast en eftir daginn í dag verður ekki aftur snúið. Skotar greiða atkvæði um framtíð landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×