Erlent

53 fórust þegar lest fór út af sporinu í Kamerún

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Vísir/AFP
Að minna kosti 53 manns fórust og um þrjú hundruð slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í Kamerún í dag.

Samkvæmt fyrstu fréttum höfðu einungis nokkrir látið lífið í slysinu en um kvöldmatarleytið lýsti samgönguráðherra landsins því yfir að 53 hafi látist.

Lestin var á leið frá höfuðborginni Yaounde til hafnarborgarinnar Douala. Lestin á að hafa oltið eftir að hafa farið af sporinu.

Talið er að slysið megi rekja til mikilla rigninga og að of margir vagnar hafi verið tengdir saman en heimilt er. Áætlað er að farþegar lestarinnar hafi verið um 1.300 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×