Erlent

52 létust í óeirðum í fangelsi í Mexíkó

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi fólks, sem óttaðist um ættingja sína sem afplána í fangelsinu, safnaðist saman fyrir utan fangelsið í nótt og krafðist upplýsinga um hvað gengi á innan dyra.
Fjöldi fólks, sem óttaðist um ættingja sína sem afplána í fangelsinu, safnaðist saman fyrir utan fangelsið í nótt og krafðist upplýsinga um hvað gengi á innan dyra. vísir/epa
52 létust og 12 slösuðust í fangelsinu Topo Chico í borginni Monterrey í Mexíkó í nótt eftir að óeirðir brutust þar út. Þá leikur grunur á að í einni af fjórum byggingum fangelsisins hafi fangar kveikt í rusli og húsgögnum.

 

Fjöldi fólks, sem óttaðist um ættingja sína sem afplána í fangelsinu, safnaðist saman fyrir utan fangelsið í nótt og krafðist upplýsinga um hvað gengi á innan dyra. Yfirvöld gáfu hins vegar engar upplýsingar, til að mynda um hversu margir hefðu látist, fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að óeirðunum lauk.

Ekki er vitað hvers vegna óeirðirnar brutust út en þær eru mögulega taldar tengjast flóttatilraun fanga sem tengjast eiturlyfjagenginu Zetas. Samkvæmt yfirvöldum slapp þó enginn úr fangelsinu í ringulreiðinni.

Óeirðir eru tíðar í mexíkóskum fangelsum sem flest hver eru yfirfull og þá grasserar spilling innan fangelsismálakerfisins. Topo Chico-fangelsið er engin undantekning. Þar sofa fangar á göngunum vegna plássleysis og átök milli eiturlyfjagengjanna Zetas og Golfos eru tíð. Þá hafa kvenfangar ítrekað kvartað yfir kynferðislegri misnotkun í fangelsinu af hálfu karlmanna sem afplána með þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×