Erlent

50 látnir eftir loftárás á spítala í Sýrlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Aleppo eftir loftárásirnar.
Frá Aleppo eftir loftárásirnar. Vísir/Getty
50 eru látnir eftir loftárás á spítala í sýrlensku borginni Aleppo. Stjórnarher Sýrlands er sagður bera ábyrgð á loftárásunum en Rússar neita að hafa átt þátt í þeim.

Flugskeyti hæfði spítalann Al Quds í Aleppo í gær og segir umdæmisstjóri Lækna á Landamæra í Aleppo að af þeim 50 sem létust í árásinni hafi minnst sex af þeim verið heilbrigðisstarsfólk. Að minnsta kosti þrjú börn létust í árásinni en talið er að tala látinna muni hækka.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði sýrlenska stjórnarherinn um að hafa staðið að baki árásinni og segir hann að ráðist hafi verið á spítalann af ásettu ráði. Sýrlenska stjórnin neitar að hafa fyrirskipað árásina en stjórnarherinn hóf, með aðstoð rússneska hersins, stórsókn í nágrenni Aleppo fyrir nokkrum vikum.





Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf þó út yfirlýsingu fyrr í dag þess efnis um að rússneski herinn hafi ekki tekið þátt í árásinni.

Aukið ofbeldi og átök hafi ógnað friðarviðræðum sem fari fram í Genf á milli deiluaðila. Viðræðunefnd uppreisnarmanna dró sig í hlé frá viðræðunum í síðustu viku til að mótmæla meintum brotum stjórnarhersins á vopnahléinu og að ekki hefði tekist að koma nauðsynlegum byrgðum til íbúa bæja og borga sem setið er um í Sýrlandi.


Tengdar fréttir

Ferja mat og lyf til 120 þúsund óbreyttra borgara í Sýrlandi

Risavaxin bílalest Rauða krossins kom í gær til Rastan í Sýrlandi. Um 65 bílar eru í lestinni og ferja þeir allir mat og lyf. Uppreisnarmenn fara nú með völdin í Rastan. Vopnahlé hefur staðið í landinu frá því í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×