Innlent

5.800 tonnum af mat hent á ári hverju

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Borgarbúar henda 5.800 tonnum af mat og drykk á hverju ári. Þetta sýnir ný forrannsóknar á matarsóun heimila í Reykjavík og jafnframt að hver fjögurra manna fjölskylda gæti sparað sér um 150 þúsund krónur á ári með því að henda minna af mat.

Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kílóum af matvælum á hverju ári.

Ef hvert heimili í Reykjavík myndi draga úr matarsóun um 20 prósent væri 1.150 tonnum minna af mat hent á ári hverju. Það samsvara um 900 milljóna króna sparnaði. Tæplega 18,5 milljóna króna sparnaður yrðu á gjöldum vegna meðhöndlunar úrgangs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×