Viðskipti erlent

4500 vefsíðum sem seldu falsaðan varning lokað

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Íslenska tollgæslan tók þátt í aðgerðinni sem gerð var á vegum Europol, Interpol auk bandarískra yfirvalda.
Íslenska tollgæslan tók þátt í aðgerðinni sem gerð var á vegum Europol, Interpol auk bandarískra yfirvalda. Vísir
Rúmlega 4500 vefsíðum sem seldu falsaðan varning var lokað í alþjóðlegri aðgerð sem lauk nýverið. Íslenska tollgæslan tók þátt í aðgerðinni sem gerð var á vegum Europol, Interpol auk bandarískra yfirvalda.

Aðgerðin hafði heitið In Our Sites (IOS) VII og naut hún liðsinnis embættis ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol.

Engum slíkum vefsíðum var lokað hér á landi en aðgerðin náði til 27 landa. Á vefsíðunum sem um ræðir voru meðal annars seldir falsaðir varahlutir, íþróttavörur, raftæki, skartgripir, merkjavara, lyf og hreinlætisvörur.

Markmið átaksins var að stöðva ólöglega verslun og auka öryggi netverslunar fyrir neytendur. Í frétt á vef Europol segir að færst hafi í aukana að fólk notfæri sér netið til að blekkja neytendur með fölsuðum varning. Þó svo að oft geti litið út fyrir að um kostakjör sé að ræða geti varningurinn oft verið varasamur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×