Viðskipti innlent

440 milljóna sekt lögð á Símann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sævar Freyr Þráinsson er forstjóri Símans.
Sævar Freyr Þráinsson er forstjóri Símans. mynd/ stefán.
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 400 milljóna króna sekt á Símann, en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í dag að Síminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum og EES samningnum með því að beita keppinauta sína samkeppnishamlandi verðþrýstingi. Þá er 50 milljón króna sekt lögð á aukalega fyrir ranga og misvísandi upplýsingagjöf í málinu.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að verðþrýstingur felist í aðalatriðum í því að markaðsráðandi fyrirtæki stjórni framlegð á milli heildsölusstigs og smásölustigs í meðal annars þeim tilgangi að gera nýjum keppinautum erfiðara fyrir að ná fótfestu á smásölumarkaði. Í slíku tilviki sé viðkomandi fyrirtæki markaðsráðandi á heildsölustigi og starfi einnig á tengdum smásölumarkaði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×