Innlent

44 fluttir á sjúkrahús eftir að eldingum laust niður

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá þrumuveðri í Þýskalandi.
Frá þrumuveðri í Þýskalandi. vísir/epa
33 voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldingu laust niður á knattspyrnuvöll í suðvesturhluta Þýskalands í dag. Þrír eru alvarlega slasaðir. Meðal hinna slösuðu eru 29 börn. Þetta kemur fram á þýska miðlinum Focus.de.

Sá sem verst varð úti var dómari leiksins en hann er 45 ára gamall. Nærstaddir voru snöggir til aðstoðar og veittu skyndihjálp þar til sjúkraþyrlur mættu á staðinn.

„Það var engin rigning eða ský sem bentu til þess að þetta gæti gerst,“ segir vitni í samtali við Focus. Leiknum var nýlokið þegar atburðurinn átti sér stað.

Í París í Frakklandi voru ellefu fluttir á sjúkrahús eftir að eldingu laust niður í almenningsgarð í borginni. Stærstur hluti hinna slösuðu voru börn. Sex hinna sjúku voru alvarlega slasaðir þar af fjórir lífshættulega. AFP segir frá.

Fólkið hafði verið að halda veislu í Parc Monceau í norðvesturhluta borgarinnar þegar vont veður skall á. Fólkið leitaði skjóls undir tré og varð þá fyrir eldingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×