Erlent

40.000 látnir frá árinu 2000

Talið er að um 2.500 flóttamenn hafi látist á Miðjarðarhafinu á þessu ári.
Talið er að um 2.500 flóttamenn hafi látist á Miðjarðarhafinu á þessu ári. vísir/afp
Samkvæmt skýrslu Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar, sem nýverið kom út, hafa að minnsta kosti 40.000 flóttamenn eða innflytjendur látist frá árinu 2000.

Samkvæmt skýrslunni voru um það bil 22.000 þeirra að reyna að komast til meginlands Evrópu. Þó er talið að 4.000 manns hafi látist á leið sinni til Evrópu frá ársbyrjun 2013.

Þá eru 6.000 manns taldir hafa látist á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna frá árinu 2000.

Á hverjum degi leggur fjöldi flóttamanna af stað í leit að betra lífi en mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sagt í skýrslu að um 2.500 flóttamenn hafi látist í leið sinni að betra lífi eingöngu á Miðjarðarhafinu á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×