Fótbolti

40 marka kvöld í Meistaradeildinni - Meistaramörkin frá því í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boltinn endaði 40 sinnum í marknetinu í gærkvöldi.
Boltinn endaði 40 sinnum í marknetinu í gærkvöldi. Vísir/AP
Það var af nóg að taka hjá Arnari Björnssyni og félögum í Meistaramörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en allur þátturinn er nú aðgengilegur inn á Vísi.  

Liðin sem voru í eldlínunni í gær settu nýtt met á átta leikja kvöldi í Meistaradeildinni því aldrei áður höfðu verið skora svona mörg mörk á slíku kvöldi. 40 mörk í átta leikjum þýða fimm mörk að meðaltali í leik.

Arnar Björnsson fór yfir gang mála með þeim Magnúsi Gylfasyni og Gunnleifi Gunnleifssyni en þar var fjallað um alla átta leiki gærkvöldsins í 3. umferðinni í riðlum E til H.

Hér fyrir neðan má sjá öll þessi 40 mörk og umfjöllun sérfræðinganna um það sem stóð upp úr í þessum átta eftirminnilegu leikjum.

Meistaramörkin á Stöð 2 Sport frá því í gærkvöldi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×