Erlent

4.500 manns bjargað í Miðjarðarhafi

Atli ísleifsson skrifar
Gott var í sjóinn í dag en slæmt hefur verið í sjóinn síðustu daga sem leiddi til mikillar fækkunar ferða flóttafólks yfir hafið.
Gott var í sjóinn í dag en slæmt hefur verið í sjóinn síðustu daga sem leiddi til mikillar fækkunar ferða flóttafólks yfir hafið. Vísir/Getty
Varðskip ítölsku strandgæslunnar og skip mannúðarsamtaka björguðu um 4.500 manns úr illa búnum og ofhlöðnum bátum sem siglt var frá norðurströnd Afríku og yfir Miðjarðarhaf í dag.

Gott var í sjóinn í dag en slæmt hefur verið í sjóinn síðustu daga sem leiddi til mikillar fækkunar ferða flóttafólks yfir hafið.

Í frétt Reuters segir að björgunarstarf standi enn yfir en talsmaður ítölsku strandgæslunnar segir að fólkinu hafði verið bjargað í um fjörutíu aðgerðum. Lík konu fannst í einum bát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×