Innlent

390 störf í boði fyrir námsmenn í sumar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/VILHELM
150 milljónum króna verður varið úr Atvinnuleysistryggingasjóði til átaks sem tryggja mun 390 námsmönnum störf í sumar hjá ríki og sveitarfélögum. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ákvað þetta í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar.

Um 60 prósent starfanna verða hjá ríkisstofnunum og um 40 prósent hjá sveitarfélögum.

Þetta er í fimmta sinn sem ráðist er í átak af þessu taki. Stofnanir ríkis og sveitarfélaga hafa sýnt þessu mikinn áhuga.

Vinnumálastofnun hefur að undanförnu borist allmargar fyrirspurnir um hvort átakið verði endurtekið í sumar. Að mati stofnunarinnar er þörf fyrir átaksverkefni í sumar. Störfin sem í boði verða eru þó færri en verið hefur þar sem aðstæður á vinnumarkaði eru betri en síðustu ár.

Framlag Atvinnuleysistryggingasjóðs til átaksins svarar grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta vegna hvers starfs, auk átta prósents mótframlags í lífeyrissjóð líkt og verið hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×