Erlent

38 létust í Istanbúl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi
Frá vettvangi Vísir/EPA
38 létust og minnst 166 særðust í sprengingunum tveimur fyrir utan knattspyrnuvöll í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Tíu hafa verið handteknir vegnar árásarinnar.

Tvær sprengjur voru sprengdar, önnur þeirra bílsprengja sem var sprengd við hlið rútu sem flutti óeirðarlögreglumenn að leikvanginum. Talið er að einn árásarmanna hafi einnig sprengt sjálfan sig í loft upp.

Sprengingarnar áttu sér stað tveimur klukkutímum eftir leik knattspyrnuliðanna Besiktas og Bursaspor, sem eru tvö af sterkustu liðum Tyrklands. Áhorfendur leiksins voru farnir af svæðinu þegar sprengingarnar áttu sér stað

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð enn sem komið er en kúrdískir skæruliðar og hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, hafa borið ábyrgð á fjölda sprengjuárása í Tyrklandi á árinu sem nú er að líða. Tyrknesk yfirvöld telja nú líklegt að kúrdískir skæruliðar beri ábyrgð á sprengingunum. 

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar sprengingin varð:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×