Erlent

370 kíló af kókaíni fundust í verksmiðju Coca Cola

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað götuvirði efnanna er um 6,5 milljarðar króna.
Áætlað götuvirði efnanna er um 6,5 milljarðar króna. Vísir/AFP
Um 370 kíló af kókaíni hafa fundist í einni af verksmiðjum Coca-Cola í Frakklandi.

Fíkniefnin fundust falin í pokum innan um appelsínusafaþykkni sem hafði borist með gámi frá Suður-Ameríku.

Í frétt BBC kemur fram að áætlað götuvirði efnanna sé um 6,5 milljarðar króna.

Lögregla í bænum Signes í suðurhluta Frakklands fer með rannsókn málsins. Búið er að útiloka að starfsfólk verksmiðjunnar tengist málinu en lögregla vinnur nú að því að komast að uppruna efnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×