Innlent

365 semur við Belging

Vísir/Stefán
365 og veðurfyrirtækið Belgingur hafa skrifað undir samning um að þeir síðarnefndu sjái um veðurfréttir á Stöð 2,  í Fréttablaðinu og á visir.is     Nýja fyrirkomulagið sem felur í sér ýmsar nýjungar verður tekið upp á næstu vikum.  Um er að ræða öflugri veðurþjónustu og betri framsetningu en verið hefur.    Á sama tíma hefur veðurfréttamönnum á Fréttastofu 365 verið sagt upp störfum.  Ólafur Rögnvaldsson veðurfræðingur er framkvæmdastjóri, stofnandi og einn eigenda Belgings, Reiknistofu í veðurfræði, sem var stofnað árið 2001.

„Þetta er spennandi verkefni, sem við höfum tekist á hendur fyrir stærstu fréttastofu landsins.  Í okkar veðurgrunni notum við bæði upplýsingar frá evrópsku og bandarísku reiknimiðstöðinni, svo okkar spár ættu að vera ansi raunverulegar og nákvæmar,“ segir Ólafur.  „Auk þess er gaman að fá tækifæri til þess að nota alla miðla til að koma upplýsingum okkar á framfæri.“

„Við hlökkum til samstarfsins, en fyrst og fremst er þetta betri þjónusta við okkar lesendur, hlustendur og áhorfendur,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×