Innlent

36 prósent segjast styðja ríkisstjórnina en 32 prósent Pírata

Bjarki Ármannsson skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst milli mánaða um fimm prósentustig.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst milli mánaða um fimm prósentustig. Vísir/GVA
Litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst milli mánaða um fimm prósentustig og nú segjast 36 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja hana.

Píratar mælast áfram stærsti stjórnmálaflokkurinn en þeir tapa þó tveimur prósentustigum. Þeir mælast nú með 32 prósent.

Þá segjast 11 prósent þeirra sem tóku afstöðu myndu kjósa Samfylkinguna, ríflega tíu prósent Vinstri græna, sex prósent Bjarta framtíð og rúmlega fjögur prósent aðra flokka en þá sem nú sitja á þingi.

Rúmlega 11 prósent taka ekki afstöðu eða gefa hana ekki upp. Rúmlega tíu prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×