Erlent

36 milljóna sekt vegna Airbnb

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Í Amsterdam má leigja í gegnum Airbnb í 60 daga á ári.
Í Amsterdam má leigja í gegnum Airbnb í 60 daga á ári. vísir/getty
Ólögleg leiga á ellefu íbúðum í Amsterdam í gegnum Airbnb kostaði bæði eigandann og leigusalann 297 þúsundir evra samtals í sekt eða um 36 milljónir íslenskra króna. Eftir að nágrannar kvörtuðu undan hávaða komust borgaryfirvöld að því að íbúðirnar voru leigðar út ólöglega.

Í nýliðnum desember tóku gildi reglur um að ekki megi leigja út húsnæði sitt í gegnum Airbnb lengur en 60 daga á ári. Leigusali verður að vera eigandi húsnæðisins og ekki má leigja fleiri en fjórum í einu.

Sekt vegna ólöglegrar leigu á einni íbúð er 13.500 evrur eða um 1,6 milljónir íslenskra króna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×