Innlent

35 milljarðar í rannsóknir

Sveinn Arnarsson skrifar
vísir/stefán
35 milljörðum króna var varið til rannsókna- og þróunarstarfs á árinu 2013 og jafngildir það tæpum tveimur prósentum af landsframleiðslu Íslands það ár. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Heildarútgjöld til málaflokksins skiptast þannig að rúmur helmingur kemur frá fyrirtækjum á almennum markaði, eða 18,5 milljarðar. 11,6 milljarðar koma svo frá háskólastofnunum landsins og 5,2 milljarðar frá sjálfseignarstofnunum sem styrkja rannsóknar- og þróunarstarf hvers konar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×