Erlent

35 látnir eftir að flugvél brotlenti í íbúðahverfi í Kirgistan

Atli ísleifsson skrifar
Vélin var af gerðinni Boeing 747 og fjórtán ára gömul.
Vélin var af gerðinni Boeing 747 og fjórtán ára gömul. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 35 fórust þegar tyrknesk vöruflutningavél á leið frá Hong Kong hrapaði í bænum Dacha-Suu, nærri alþjóðaflugvellinum Manas í Kirgistan.

Meirihluti þeirra sem fórst var á jörðu niðri en vélin eyðilagði að minnsta kosti fjörutíu hús. Í frétt VG kemur fram að talsmenn kirgískra yfirvalda hafi upplýst að tólf börn hið minnsta séu í hópi hinna látnu.

Vélin var af gerðinni Boeing 747 og fjórtán ára gömul en slysið varð um 25 kílómetrum norður af höfuðborg landsins, Bishkek.

Vélin átti að millilenda á flugvellinum í Manas og halda svo förinni áfram til Istanbul í Tyrklandi. Afar kalt var á svæðinu þegar slysið varð og skyggni lélegt en ekki er enn ljóst hvað olli slysinu.

Slysið var klukkan 7:30 að staðartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×