Innlent

35 eldingar á landinu í dag og líkur enn fleiri í kvöld

Birgir Olgeirsson skrifar
Veðurstofan gerir ráð fyrir samfelldari éljum í kvöld, sem eykur þá um leið líkur á eldingum.
Veðurstofan gerir ráð fyrir samfelldari éljum í kvöld, sem eykur þá um leið líkur á eldingum. Vísir/Getty
Þrjátíu og fimm eldingar hafa mælst á landinu frá korter í eitt til klukkan fjögur í dag. Flestar þeirra voru í uppsveitum á Suðurlandi en síðan voru talsvert margar suðaustur af landinu í éljabandi sem var þar. Tvær eldingar mældust á þessu tímabili rétt suðaustur af Reykjavík og ein yfir Reykjanesi.

Veðurstofan gerir ráð fyrir samfelldari éljum í kvöld, sem eykur þá um leið líkur á eldingum.

Stormél hafa skollið á sunna og vestan til á landinu í dag og hafa vindhviður náð stormstyrk í éljum í höfuðborginni. Veðurstofan býst við að veðrið muni ná hámarki í kvöld og að það muni lægja talsvert á morgun.

Eitthvað var um rafmagnstruflanir vegna eldingaveðursins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×