Viðskipti innlent

30 prósent söluaukning hjá Nýherja

Samúel Karl Ólason skrifar
Einnig hefur orðið veruleg söluaukning á Lenovo spjaldtölvum.
Einnig hefur orðið veruleg söluaukning á Lenovo spjaldtölvum. Mynd/Óskar P. Elfarsson
Nýherji hefur selt ellefu þúsund Lenovo PC tölvur ár árinu sem nú er að líða og er það 30 prósent söluaukning frá fyrra ári. Þá hefur einnig orðið veruleg söluaukning á Lenovo spjaldtölvum. Samkvæmt tilkynningu er búist við því að hátt í tólf þúsund slíkar PC tölvur seljist hjá fyrirtækinu fyrir lok árs.

„Vöxtur Lenovo á heimsvísu hefur verið næsta ævintýralegur síðustu árin en fyrirtækið hefur náð einstökum árangri víða um heim. Lenovo er þekkt fyrir sölu á tölvubúnaði til fyrirtækja en hefur nú sótt í auknum mæli fram í sölu á fartölvum, spjaldtölvum og snjallsímum á einstaklingsmarkaði,“ segir Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri lausna og þjónustu hjá Nýherja.

„Fyrirtækið hefur einnig hafið sölu á á IBM System X netþjónum, sem er hluti af auknum áherslum fyrirtækisins í sölu á miðlægum búnaði til fyrirtækja, og er orðinn þriðij stærsti netþjónaframleiðandi heims. Þá er gert ráð fyrir að fyrirtækið hefji innreið sína á fleiri símamarkaði á komandi ári. Það eru því spennandi tímar framundan hjá Lenovo og samstarfsaðilum þeirra.“

Lenovo er stærsti PC framleiðandi í heimi, samkvæmt tilkynningunni frá Nýherja, og er sem stendur fjórði stærsti söluaðili á spjaldtölvum í heiminum. Þá hefur sala þeirra á spjaldtölvum á heimsvísu vaxið um 30 prósent það sem af er ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×