Lífið

30 ára afmælistónleikar SSSól slá í gegn og aukatónleikar komnir á dagskrá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ívar og Helgi í stuði.
Ívar og Helgi í stuði.
Á mánudagsmorgun kl. 10 hófst miðasala á 30 ára afmælistónleika hljómsveitarinnar Síðan skein sól í Háskólabíó 25. mars nk.

Fjölmargir aðdáendur sveitarinnar biðu spenntir eftir því að tryggja sér miða en fljótlega varð það ljóst að uppselt yrði á tónleikana, því var ákveðið að setja í sölu aðra tónleika sem verða sama kvöld.

Allir upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar stíga saman á svið í fyrsta sinn í langan tíma, auk flestra annarra sem komið hafa við sögu sveitarinnar á þessum 30 árum.

Helgi Björnsson var í viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í vikunni og tilkynnti þar um aðra tónleika um leið og hann sagðist vera mjög spenntur að spila á ný með sínum gömlu félögum.

Þeir ræddu sérstaklega um Jakob Smára Magnússon bassaleikara sem vakti sérstaka athygli á sinni Facebook síðu um helgina þar sem hann útskýrir með skemmtilegum hætti bassalínurnar í völdum Sólar lögum. Miðasalan er á tix.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×