Innlent

Tveir 3,9 stiga jarðskjálftar í Bárðarbungu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls.
Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar
Tveir jarðskjálftar af stærð 3,9 urðu í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni rétt fyrir klukkan tvö í dag.

Skjálftarnir mældust á 3,1 til 4,6 kílómetra dýpi. Fáeinir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar jarðskjálftanna. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa.

Skjálftahrina varð í Bárðarbungu fyrir rétt tæpum mánuði síðan þar sem stærsti skjálfti frá goslokum 2015 reið yfir, 4,7 stig.

Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Svona leit Bárðarbunga út síðastliðinn laugardag.Mynd/Andri Jóhannesson
  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×