Fótbolti

29 stiga hiti þegar flautað verður til leiks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir, Ragnar og Ari Freyr eru klárir í slaginn fyrir allt veður.
Heimir, Ragnar og Ari Freyr eru klárir í slaginn fyrir allt veður. Vísir/Vilhelm
Reiknað er með því að hitinn nái 29 stigum í París í kringum sexleytið í kvöld þegar flautað verður til leiks á Stade de France í París. Íslendingar geta með sigri eða jafntefli tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum á EM í Frakklandi.

Heimir Hallgrímsson var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort það myndi hagnast Austurríkismönnum að spila í svo góðu veðri. Austurríski blaðamaðurinn gaf sér það að rigning og vindur væri veðurfar sem væri Íslendingum í hag.

Heimir hló að spurningunni og sagði að blaðamaður yrði að spyrja Austurríkismennina að því hvort sól og hiti væri þeim í hag. Íslensku strákarnir gætu spilað í hvaða veðri sem er. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×