Viðskipti innlent

283 milljóna gjaldþrot Lifandi markaðar

ingvar haraldsson skrifar
Lifandi markaður var úrskurðaður gjaldþrota þann 4. júlí 2014.
Lifandi markaður var úrskurðaður gjaldþrota þann 4. júlí 2014.
Skiptum er lokið í þrotabú Lokaðs markaðar ehf., sem áður hét Lifandi markaður. Alls námu lýstar kröfur 283,5 milljónum króna.

Nýir eigendur eru að verslun og veitingastöðum Lifandi markaðar en þeir keyptu þá út úr þrotabúi Lokaðs markaðar sem lýst var gjaldþrota af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 4. júlí 2014.

Upp í bús- og veðkröfur greiddust 100 prósent af samþykktum kröfum. Upp í forgangskröfur var greitt 54,5 prósent af samþykktum kröfum en ekkert fékkst upp í almennar og eftirstæðar kröfur.



Sjá einnig: Fyrrverandi stjórn Lifandi markaðar kærð fyrir fjársvik og blekkingar


Innes ehf. og Kaja organic ehf. kærðu fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar fyrir fjársvik og blekkingar í kjölfar gjaldþrotaskiptanna þar sem fyrirtækin hefðu átt í viðskiptum við Lifandi markað eftir að stjórnendur þess höfðu farið fram á gjaldþrotaskipti félagsins.

Sjá einnig: Gló kaupir upp veitingastaði úr þrotabúi Lifandi markaðar

EE Developments, keypti rekstur veitingastaðarins og verslunarinnar Lifandi markaðar í Borgartúni. Þá keypti veitingastaðurinn Gló, sem er í eigu Sólveigar Eiríksdóttur og Birgis Þórs Bieltvedt, hina tvo veitingastaði Lifandi Markaðar út úr þrotabúinu samkvæmt því sem fram kom í Viðskiptablaðinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×