SUNNUDAGUR 4. DESEMBER NŻJAST 08:15

"Žetta eru mestu fornminjar į Ķslandi”

FRÉTTIR

27 žotur ķ flota Icelandair

 
Višskipti innlent
09:54 30. JANŚAR 2016
27 žotur ķ flota Icelandair
VĶSIR/VILHELM

Icelandair hefur ákveðið að bæta við einni Boeing 757 þotu til viðbótar við þær tvær breiðþotur sem félagið hafði þegar ákveðið að bæta í flota sinn á komandi sumri. Eftir það verða 27 þotur í flota Icelandair.

Á fréttasíðunni Túristi.is kemur fram að því sé ljóst að flugáætlun félagsins verði umfangsmeiri en kynnt var fyrr í vetur sem gerði ráð fyrir 18 prósent umfangsmeiri flugáætlun næsta sumar en var síðast liðið sumar.

Haft er eftir Guðjóni Arngrímssyni upplýsingafulltrúa Icelandair að með þessu verði hægt að fjölga ferðum til Norður Ameríku og Evrópu og hefur félagið nú þegar fjölgað sætum til Chicago í Bandaríkjunum sem er nýr áfangastaður.

Eftirspurnin eftir flugi þangað reyndist meiri en félagið gerði ráð fyrir og því verður notast við breiðþotur í því flugi sem taka 262 farþega og eykst sætaframboðið þangað um 9.000 sæti. Auk Chicago bætist skoska borgin Aberdeen við leiðakerfi Icelandair í ár og Montreal í Kanada.


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Višskipti / Višskipti innlent / 27 žotur ķ flota Icelandair
Fara efst