Fótbolti

27 ára fyrirliði Derry City fannst látinn á heimili sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan McBride.
Ryan McBride. Mynd/Heimasíða Derry City,
Ryan McBride, fyrirliði írska liðsins Derry City, lést í gær en hann fannst á heimili sínu daginn eftir að hann hjálpaði liði sínu að vinna öruggan 4-0 sigur í írsku deildinni.

Dánarorsök eru ekki kunn á þessari stundu en Ryan McBride var aðeins 27 ára gamall. BBC segir meðal annars frá.

Heimili Ryan McBride er stutt frá heimavelli Derry City, Candystripes-leikvanginum, þar sem liðið vann 4-0 sigur á Drogheda á laugardaginn.

Írska knattspyrnusambandið sendi öllum hjá Derry City og í fjölskyldu Ryan McBride samúðarkveðju á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.

Derry City minntist hans einnig á Twitter með þessum orðum: „Fyrirliði. Leiðtogi. Goðsögn og algjör herramaður. Ást“

Derry City er í öðru sæti írsku deildarinnar og hefur unnið fjóra síðustu leiki sína.

Ryan McBride spilaði 177 leiki fyrir Derry City og skoraði í þeim 13 mörk. Hann var fyrirliði liðsins í 57 af þessum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×