27 ára fyrirliđi Derry City fannst látinn á heimili sínu

 
Fótbolti
08:30 20. MARS 2017
Ryan McBride.
Ryan McBride. MYND/HEIMASÍĐA DERRY CITY,

Ryan McBride, fyrirliði írska liðsins Derry City, lést í gær en hann fannst á heimili sínu daginn eftir að hann hjálpaði liði sínu að vinna öruggan 4-0 sigur í írsku deildinni.

Dánarorsök eru ekki kunn á þessari stundu en Ryan McBride var aðeins 27 ára gamall. BBC segir meðal annars frá.

Heimili Ryan McBride er stutt frá heimavelli Derry City, Candystripes-leikvanginum, þar sem liðið vann 4-0 sigur á Drogheda á laugardaginn.

Írska knattspyrnusambandið sendi öllum hjá Derry City og í fjölskyldu Ryan McBride samúðarkveðju á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.

Derry City minntist hans einnig á Twitter með þessum orðum: „Fyrirliði. Leiðtogi. Goðsögn og algjör herramaður. Ást“

Derry City er í öðru sæti írsku deildarinnar og hefur unnið fjóra síðustu leiki sína.

Ryan McBride spilaði 177 leiki fyrir Derry City og skoraði í þeim 13 mörk. Hann var fyrirliði liðsins í 57 af þessum leikjum.

Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / 27 ára fyrirliđi Derry City fannst látinn á heimili sínu
Fara efst