Erlent

250 sérsveitarmenn sendir til Sýrlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá þjálfun Peshmergasveita Kúrda.
Frá þjálfun Peshmergasveita Kúrda. Vísir/Getty
Bandaríkin ætla að senda 250 sérsveitarmenn til Sýrlands. Þar eru þegar 50 menn fyrir og munu þeir aðstoða og þjálfa Sýrlendinga gegn Íslamska ríkinu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þetta þar sem hann er í Þýskalandi í dag.

Hermennirnir eiga að byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst gegn samtökunum.

Obama kallaði þó eftir því að Evrópuþjóðir og bandamenn Bandaríkjanna í NATO gerðu meira gegn ISIS í Sýrlandi og Írak.

Bandaríkin tilkynntu í síðustu viku að 200 sérsveitarmenn yrðu sendir til Írak, þar sem þeir vinna með hernum og Kúrdum að því að frelsa borgina Mosul. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni ræddu þau Obama og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mikið um Sýrland á fundi þeirra í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×