Erlent

25 manns sjást skotnir til bana í hringleikahúsi Palmyra

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjöldi manns fylgdist með aftökunum.
Fjöldi manns fylgdist með aftökunum.
Myndband sem birt var á netinu í dag, að því er virðist af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið (IS), sýnir aftöku 25 karlmanna í fornu borginni Palmyra í Sýrlandi. Mennirnir voru skotnir til bana í hringleikahúsi borgarinnar fyrir framan hinn svarta fána IS.

Að því er BBC greinir frá, rataði myndbandið á netið í gegnum netaðganga sem tengjast liðsmönnum IS. Ekki er vitað hvenær það var tekið upp, en fyrir um viku var greint frá því að samtökin hefðu tekið tuttugu sýrlenska stjórnarhermenn af lífi á sviði hringleikahússins.

IS segir að mennirnir sem teknir eru af lífi í nýja myndbandinu séu sömuleiðis sýrlenskir hermenn. Á myndbandinu virðast þeir mjög ungir, jafnvel þrettán eða fjórtán ára. Þeir virðast hafa verið barnir illa í framan.

Borgin Palmyra er mörg þúsund ára gömul og á heimsminjaskrá UNESCO. Erlendir miðlar hafa greint frá því að frá því að IS lagði undir sig borgina fyrir um hálfum mánuði, hafi jarðsprengjum verið komið fyrir meðfram rústum hennar og forn höggmynd verið eyðilögð. Rúmlega 230 þúsund manns hafa nú látið lífið í sýrlensku borgarastyrjöldinni frá því í mars árið 2011.

Hermennirnir voru leiddir af vopnuðum mönnum úr fangaklefum. Sumir fanganna voru illa farnir.
Unglingar myrtu 25 menn í hringleikahúsinu í Palmyra.

Tengdar fréttir

Liðsmenn ISIS komnir inn í Palmyra

Palmyra er að finna á heimsminjaskrá UNESCO og er óttast að ISIS-liðar muni vinna skemmdir á eða eyðileggja borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×