Enski boltinn

25 frábærar mínútur hjá Gylfa Þór | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sneri aftur með stæl í lið Swansea í gær þegar hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt eftir að koma inn á sem varamaður á 65. mínútu gegn enska D-deildarliðinu Plymouth Argyle.

Gylfi lagði upp mark fyrir Jordi Amat úr hornspyrnu þremur mínútum eftir að koma inn á og skömmu síðar skoraði okkar maður sjálfur. Aðdragandi marksins var nokkuð laglegur, en Gylfi fékk boltann á miðjunni, kom honum út á kantinn, tók 40 metra hlaup inn á teiginn og skoraði með viðstöðulausu skoti.

Hann kórónaði svo frábæra endurkomu með marki beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins, en Swansea vann leikinn, 4-0.

Gylfi Þór var myndaður sérstaklega fyrir Vísi í leiknum, en í spilaranum hér að ofan má sjá hvernig landsliðsmaðurinn ber sig að í leiknum og skemmtilegt sjónarhorn frá því hvernig hann býr til fyrra mark sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×