Innlent

24 þúsund greitt atkvæði utan kjörfundar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið.
Kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið. vísir/valli
Alls höfðu 23.830 manns greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu í lok dags í gær, sem er álíka fjöldi og fyrir síðustu alþingiskosningar, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Þá höfðu 15.465 manns greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu.

Stöðugur straumur fólks er í Perluna og hefur verið undanfarna daga, en alls lögðu 3.500 manns leið sína þangað í gær. Gert er ráð fyrir viðlíka fjölda í dag.

Gengið verður til kosninga á morgun og verða kjörstaðir opnaðir klukkan níu í fyrramálið. Þeim verður lokað klukkan 22 en kjörstjórnir geta þó ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr. Hægt er að nálgast upplýsingar um kjörstaði á kosningavef innanríkisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×