MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 13:31

Figaro frumsýnir rosalegan sumarsmell á Vísi

LÍFIĐ

23 látnir í flugslysi í Nepal

 
Erlent
16:11 24. FEBRÚAR 2016
Ćttingjar farţega úr vélinni.
Ćttingjar farţega úr vélinni. VÍSIR/EPA

Allir um borð létust í flugvél sem brotlenti í Nepal í morgun. Þrír áhafnarmeðlimir voru um borð og tuttugu farþegar. Vélin hvarf skömmu eftir flugtak en fannst svo í hlíðum fjalls nærri áfangastað sínum.

Samkvæmt BBC liggur ekki fyrir hvað olli slysinu. Flugslys þykja nokkuð tíð í Nepal. Hins vegar þótti veður gott á svæðinu en flugferðin átti einungis að taka tuttugu mínútur.

Þrjár þyrlur voru sendar til að leita að vélinni, en þegar þær komu á vettvang var þoka á svæðinu. Leitin gekk þó vel og logaði brakið enn þegar það fannst. Teymi hafa verið send á vettvang til að flytja líkin til byggða, en ómögulegt er að lenda þyrlum á svæðinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / 23 látnir í flugslysi í Nepal
Fara efst