Erlent

23 látnir eftir að vörubíl var ekið á hóp pílagríma

Atli Ísleifsson skrifar
Ökumaður bílsins flúði af vettvangi eftir slysið.
Ökumaður bílsins flúði af vettvangi eftir slysið. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 23 létust þegar vörubíl var ekið á hóp kaþólskra pílagríma í norðurhluta Mexíkó í gær.

Um 200 manns tóku þátt í athöfninni í bænum Mazapil í Zacatecas-ríki.

Talsmaður mexíkóskra öryggisyfirvalda segir að bremsurnar í vörubílnum hafi bilað og bílnum ekið á fólkið. „Fjórtán manns létust á staðnum og níu til viðbótar á sjúkrahúsi eða á leiðinni þangað,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni.

Ökumaður bílsins flúði af vettvangi eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×