Lífið

22 milljarðar mynda settir á Instagram á hverju ári

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vefsíðan Photoworld er búin að búa til skemmtilega grafík sem sýnir okkur nákvæmlega hve mikið er að gerast á Instagram á hverju ári.

Á 37 mínútna fresti eru nógu margar myndir settar á Instagram til að búa til myndastafla sem væri jafnhár og Empire State-byggingin í New York, tæplega 450 metrar.

Á tólf tíma fresti er staflinn orðinn jafnhár og Everest-fjall, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, eða tæplega níu þúsund metrar. 

Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan eru tæplega 22 milljarðar mynda settir á Instagram á ári hverju og yrði staflinn þá rúmlega 6300 kílómetra langur.

Kíkið á grafík Photoworld um Instagram hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×