Formúla 1

21 kappakstur á næsta ári

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
21 kappakstur, gott að setja það í dagbókina strax.
21 kappakstur, gott að setja það í dagbókina strax. Vísir/Getty
Met verður slegið á næsta tímabili í Formúlu 1. 21 kappakstur verður ef áætlanir FIA, alþjóða akstursíþróttasambandsins ganga eftir.

Einungis tvær æfingalotur verða fyrir næsta tímabil í Formúlu 1. Báðar verða í Barselóna og engar yfir tímabilið líkt og nú tíðkast.

Talsverðar tilfærslur verða á keppnum á næsta ári. Þó hefst tímabilið að vanda í Ástralíu, sú keppni verður 3. apríl. Tímabilinu lýkur í Abú Dabí þann 27. nóvember.

Sjö pör af keppnum verða með einungis viku millibili, það eru: Ástralía og Kína, Barein og Rússland, Bretland og Austurríki, Þýskaland og Ungverjaland, Belgía og Ítalía, Singapúr og Malasía og að lokum Bandaríkin og Mexíkó.

Engin nánari staðsetning er komin á þýska kappaksturinn sem féll einmitt niður í ár.

Ný keppni er á keppnisdagatalinu, Bakú í Aserbaídsjan. Hún mun fara fram 17. júlí.

Keppnisdagatal 2016:

3. apríl - Ástralía

10. apríl - Kína

24. apríl - Barein

1. maí - Rússland

15. maí - Spánn

29. maí - Mónakó

12. júní - Kanada

26. júní - Bretland

3. júlí - Austurríki

17. júlí - Evrópa (Asebaídsjan)

31. júlí - Þýskaland

7. ágúst - Ungverjaland

28. ágúst - Belgía

4. september - Ítalía

18. september - Singapúr

25. september - Malasía

9. október - Japan

23. október - Bandaríkin

30. október - Mexíkó

13. nóvember - Brasilía

27. nóvember - Abú Dabí


Tengdar fréttir

Gervi þjónustuhlé eru refsiverð

FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur varað Formúlu 1 lið við því að refsingum verði beitt ætli lið að þykjast taka þjónustuhlé.

Formúlu 1 keppnir 2015

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin.

Vélaþróun leyfileg 2015, fyrir suma

Gloppótt reglugerð gerir það að verkum að breytingabannið sem lék Ferrari og Renault grátt í lok síðasta tímabils verður ekki til staðar í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×