Erlent

21 féll í sjálfsvígsárás Boko Haram

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ástandið í norðausturhluta Nígeríu er víða erfitt vegna Boko Haram.
Ástandið í norðausturhluta Nígeríu er víða erfitt vegna Boko Haram. vísir/epa

Skæruliðahreyfingin Boko Haram hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsvígsárás sem átti sér stað skammt frá Kano, næst stærstu borg Nígeríu. Þetta kemur fram á Bloomberg. 21 féll í árásinni og fjöldi særðist en árásinni var beint gegn fjölmennri skrúðgöngu sjía-múslima.

Yfirlýsing Boko Haram var birt á arabísku á spjallborði en þar kom fram að árásarmaðurinn hafi heitað Abu Suleiman Al-Ansari. Samtökin gáfu einnig út að þau hygðust halda áfram „stórbrotnum árásum sínum“ sem leiða að því marki að hreinsa „fjölgyðistrúarmennina“ af yfirborði jarðar.

Annar árásarmaður var handtekinn áður en hann náði að sprengja sig í loft upp en fyrir tíu dögum síðar átti önnur sjálfsvígsárás sér stað í borginni þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp. Tölum um mannfall ber ekki saman er talið er að minnst tólf hafi látist.

Sjálfsvígsárásum Boko Haram hefur fjölgað mjög í kjölfar þess að nígeríski herinn hefur sótt fram gegn þeim og unnið aftur stóran hluta þess landsvæðis sem samtökin hafa hertekið síðustu sex ár.


Tengdar fréttir

Tugir féllu í árás í Nígeríu

Að minnsta kosti þrjátíu manns fórust þegar tvær sprengjur sprungu í nótt í mosku í nígerísku borginni Maiduguri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×