Erlent

2014 metár fyrir vírusa

Samúel Karl Ólason skrifar
Hakkarar virðast hafa verið upptekknir í fyrra.
Hakkarar virðast hafa verið upptekknir í fyrra. Vísir/GEtty
Öryggisfyrirtækið Panda Security, segir að árið 2014 hafi verið sérstaklega slæmt með tilliti til forrita eins og vírusa og orma og jafnvel það versta hingað til. Spænska fyrirtækið segir í árlegri skýrslu að fjöldi slíkra forrita verið tvöfalt meiri árið 2014 en 2013.

Allt í allt segjast þeir hafa fundið um 75 milljónir forrita í fyrra, en um 30 milljónir árið 2013. Forritin fundust jafnt í vinnutölvum, sem heimilistölvum og að meðaltali segja þeir að 200 þúsund tölvuárásir hafi verið framkvæmdar á degi hverjum.

Þar að auki er bent á á vefnum CNet að stór fyrirtæki hafi orðið fyrir áberandi tölvuárásum og nefna til dæmis Sony, Home Depot og Target.

Í tilkynningu segir yfirmaður Panda að ógnin verði meiri á þessu ári og vinnustaðir sem og heimili þurfi að geta brugðist við henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×