Erlent

200 Norðmenn afplána í hollenskum fangelsum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ila-fangelsið sögufræga í Noregi.
Ila-fangelsið sögufræga í Noregi. Nordicphotos/AFP
Norsk og hollensk yfirvöld hafa skrifað undir samkomulag um að 242 norskir fangar fái að afplána fangelsisdóma í Hollandi.

Á fréttavef norska ríkisútvarpsins er haft eftir Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs, að vonandi verði hægt að byrja að senda fanga til Hollands næsta sumar. Fyrst og fremst sé um að ræða fanga með langa fangelsisdóma. Einnig geti verið um að ræða erlenda ríkisborgara sem ákveðið hafi verið að vísa úr landi.

Fangarnir eiga að afplána í fangelsi í bænum Veenhuizen samkvæmt norskum aðstæðum og undir stjórn Norðmanns.

Dómsmálaráðuneytið í Noregi hefur greint frá því að nú bíði 1.200 fangar eftir því að geta afplánað dóma sína. Talið er að þörf sé á 2.000 nýjum fangelsisplássum í Noregi fyrir árið 2040. Dómsmálaráðherrann telur að fjögur ný fangelsi þurfi til þess að leysa vandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×