Erlent

200 handteknir í 1. maí kröfugöngu í Istanbúl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla og mótmælendur mætast.
Lögregla og mótmælendur mætast. Vísir/Getty
Lögreglan í Istanbúl beitti táragasi og vatnsbyssum á hóp þáttakanda í kröfugöngu vegna 1. maí, baráttudags verkalýðs, sem fram fór í borginni í dag. Alls voru yfir 200 þáttakendur í kröfugöngunni handteknir eftir að mótmælendur reyndu að komast inn á Taksim-torg sem fyrr á árum var miðpunktur hátíðarhalda 1. maí.

Gríðarleg öryggisgæsla var í borginni sem orðið hefur fyrir barðinu á árásum af hálfu ISIS á undanförnum árásum. Að minnsta kosti 24 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina í dag. Í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum í Istanbúl sagði að hópur andstæðinga ríkisstjórnarinnar hafi reynt að spilla friðinum með því að komast inn á Taksim-torg sem lokað var í dag vegna kröfugöngunnar.

Lögreglan segist hafa handtekið 207 mótmælendur og lagt hald á 40 molotov-kokteila, 17 handsprengjur og fjöldan allan af flugeldum. Einn lést í kröfugöngunnu er hann varð fyrir lögreglubíl á ferð.

Fram til ársins 1977 fóru hátíðarhöld vegna 1.maí fram á torginu en því var hætt það ár eftir að tólf manns létust þar í blóðugum átökum og mótmælum. Torgið var miðpunktur mikilla mótmæla gegn ríkisstjórn Tyrklands á árinu 2012 þar sem þúsundir mótmæltu gegn Tayyip Erdogan, núverandi forseta Tyrklands og þáverandi forsætisráðherra.


Tengdar fréttir

Varar við langri baráttu

Uppreisnarflokkur Kúrda í Tyrklandi segjast ætla að verjast til síðasta manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×