Viðskipti innlent

20,7 milljarða króna halli á vöruskiptum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vöruskiptajöfnuðurinn var 16,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Vöruskiptajöfnuðurinn var 16,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Vísir/GVA

Á fyrsti tíu mánuðum ársins 2015 voru fluttar út vörur fyrir 527,0 milljarða króna en inn fyrir 547,7 milljarða króna fob (584,6 milljarða króna cif). Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 20,7 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti. Þessu greinir Hagstofan frá. Á sama tíma árið áður voru vöruskiptin óhagsæð um 3,9 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 16,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.



Í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 46,8 milljarða króna og inn fyrir tæpa 50,9 milljarða króna fob (54,4 milljarða króna cif). Vöruskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 4,0 milljarða króna. Í október 2014 voru vöruskiptin hagstæð um 11,4 milljarða króna á gengi hvors árs.

Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 35,9 milljörðum eða 7,3% hærra, á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 53,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 10,7% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 42,0% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 7,9% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli. Á móti dróst útflutningur á heilfrystum fiski saman.

Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruinnflutnings 52,7 milljörðum eða 10,7% hærra, á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru og flugvéla. Á móti dróst innflutningur á eldsneyti saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×