Körfubolti

2 af 3 þema hjá Hlyni Bærings í öruggum sigri Sundsvall í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson í leik á Eurobasket.
Hlynur Bæringsson í leik á Eurobasket. Vísir/EPA
Hlynur Bæringsson og félagar í Sundsvall Dragons unnu öruggan fjórtán stiga sigur á Umeå BSKT, 76-62, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Hlynur var með 12 stig og 3 fráköst á 22 mínútum  í leiknum en þetta var fyrsti leikur hans eftir bannið sem hann og aðrir erlendir leikmenn liðsins voru settir í vegna skulda félagsins við sænska sambandið.

Það var annars 3/2 þema hjá íslenska landsliðsfyrirliðanum í þessum leik. Hann hitti nefnilega úr 2 af 3 tveggja stiga skotum sínum, 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum og 2 af 3 vítaskotum sínum.

Sundvall vann þær 22 mínútur sem Hlynur spilaði með 21 stigi en tapaði með sjö stigum þegar hann sat á bekknum.

William Gutenius var stigahæstur hjá Drekunum með 20 stig og þeir Charles Barton og Ernests Kalve voru báðir með 16 stig.

Drekarnir unnu fyrsta leikhlutann 20-12 og voru komnir 19 stigum yfir í hálfleik, 42-23. Sigur liðsins var því aldrei í hættu í kvöld.

Sundsvall Dragons liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 14 sigra og 8 töp en liðið er með jafnmörg stig og BC Luleå sem er í 3. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×