Erlent

19 blokkir sprengdar á augabragði

Samúel Karl Ólason skrifar
19 íbúðarblokkir voru jafnaðar við jörðu á einungis tíu sekúndum í Kína um helgina. Þar var fimm tonnum af sprengiefnum komið fyrir á um 120 þúsund stöðum til að stýra hruni bygginganna með afar nákvæmnum hætti.

Samkvæmt frétt Independent voru húsin sprengd upp í borginni Wuhan til að rýma fyrir skrifstofuhúsnæði og 707 metra háu háhýsi.

Umhverfis byggingarnar má finna lestarteina og aðrar byggingar í mikilli nálægð. Niðurifið gekk samt eftir vonum og urðu engar skemmdir á nærliggjandi umhverfi. Sjónarspilið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×