Viðskipti erlent

18 þúsund sagt upp hjá Microsoft

Atli Ísleifsson skrifar
Flestir þeirra sem missa vinnuna störfuðu áður hjá Nokia sem Microsoft keypti í apríl.
Flestir þeirra sem missa vinnuna störfuðu áður hjá Nokia sem Microsoft keypti í apríl. Vísir/AFP
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggst segja upp allt að 18 þúsund starfsmönnum næsta árið. Uppsagnirnar eru þær mestu í 39 ára sögu fyrirtækisins.

Flestir þeirra sem verður sagt upp, eða um 12.500, unnu áður hjá símafyrirtækinu Nokia sem Microsoft keypti í aprílmánuði síðastliðinn.

Uppsagnirnar eru mun umfangsmeiri en upphaflega var gert ráð fyrir, en á vef BBC segir að menn hafi búist við að sex þúsund starfsmönnum Microsoft yrði sagt upp. Alls starfa um 127 þúsund manns hjá fyrirtækinu víðs vegar um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×