Erlent

18 konur kynferðislega áreittar á tónleikum í Þýskalandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Árásirnar eru sagðar svipa til þeirra sem áttu sér stað í Köln á gamlárskvöld.
Árásirnar eru sagðar svipa til þeirra sem áttu sér stað í Köln á gamlárskvöld. Vísir/Getty
Átján konur segja að þær hafi verið kynferðislega áreittar á tónleikahátíð sem haldin var í þýska bænum Darmstadt um helgina.

Þrír menn frá Pakistan á aldrinum 28-31 árs hafa verið handteknir vegna málsins en lögreglan leitar enn þriggja manna sem talið er að eigi hlut að máli.

Árásirnar eru sagðar svipa til þeirra sem áttu sér stað í Köln á gamlárskvöld þar sem lögreglu bárust hundruð tilkynninga um kynferðisbrot gagnvart konum í miðbæ borgarinnar.

Lögregluyfirvöld í Darmstadt segja að þrjár konur hafi um helgina tilkynnt um kynferðislega áreitni og sagt að hópur karlmanna hafi hópast í kringum þær. Í dag höfðu svo fimmtán tilkynningar í viðbót borist.

Hinir þrír sem handteknir höfðu allir sótt um hæli í Þýskalandi. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir kynferðisbrot.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×