Innlent

178 ökumenn brotlegir á Suðurlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umferð var þung á Suðurlandi í gær.
Umferð var þung á Suðurlandi í gær. Vísir/Hugrún
Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði rúmlega eitt þúsund ökumenn í liðinni viku. Alls voru 434 mál bókuð í dagbók lögreglunnar. Flest málanna komu upp um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

128 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, 21 ökumaður vegna ölvunar við akstur, 11 ökumenn vegna gruns um að vera undir áhrifum fíkniefna, 13 ökumenn með útrunnin ökuréttindi og 5 ökumenn voru sviptir ökuréttindum.

24 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu en ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki. Mikill fjöldi var á tjaldstæðum í Árnes- og Rangárþingi. Einnig var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína til Vestmannaeyja í gegnum Landeyjahöfn og Bakkaflugvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×