Innlent

170 tonn hvalaafurða endursend

fanney birna jónsdóttir skrifar
170 tonn af hvalaafurðum voru endursend til Íslands síðustu tvö árin.
170 tonn af hvalaafurðum voru endursend til Íslands síðustu tvö árin. Fréttablaðið/Vilhelm
Heildarmagn hvalaafurða, sem sendar hafa verið úr landi og komið aftur til baka til Íslands árin 2013 og 2014, var samtals 169.960 kíló.

Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, um hvalveiðar og verðmæti hvalkjöts og nýtingu.

Svar við fyrirsprun 23.2.2015 hvalveiðar, verðmæti hvalkjöts og nýting Katrín Jakobsdóttir lagði fram
Í svarinu kemur fram að ráðuneytið hafi óskað eftir þessum upplýsingum frá tollstjóra en fengið synjun á aðgangi að gögnum á þeim grundvelli að um viðkvæmar upplýsingar um mikilvæga viðskiptahagsmuni Hvals hf. væri að ræða.

Fyrirtækið sjálft veitti ráðuneytinu hins vegar upplýsingarnar. Þá kom fram í svari Hvals hf. að varan úr gámunum hefði við endurkomu til Íslands verið færð inn í frystiklefa og beðið þar næsta skips.

Í svari við fyrirspurn Katrínar kemur enn fremur fram að ekki sé sérstakt eftirlit með því hversu stórum hluta hverrar veiddrar hrefnu er kastað í sjó áður en aflanum er landað og því liggja ekki fyrir um það nákvæmar tölur. Hafrannsóknastofnun reikni hins vegar með því að ætla megi að nýtingarhlutfall hrefnu árið 2013 hafi verið að meðaltali 43% og að meðaltali 51% árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×