Erlent

1500 þurfa að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu og fullyrt er að yfir 1.500 manns muni þurfa að yfirgefa heimili sín í Yosemite þjóðgarðinum vegna þeirra. Þá hafa rúmlega hundrað heimili eyðilagst í eldunum og ógna yfir 500 heimilum til viðbótar.

Miklir þurrkar hafa verið á svæðinu og vindur mikill sem þýðir að eldsmatur er mikill. Hitabylgja gengur nú yfir og fer hitinn yfir 40 stig á degi hverjum sem gerir þeim 300 slökkviliðsmönnum á svæðinu afar erfitt um vik. Mörg hundruð hektarar hafa orðið eldinum að bráð og loga eldarnir nú á 140 hekturum lands. 


Tengdar fréttir

Tugir yfirgefa heimili sín vegna skógarelda

Yfir 500 hektarar hafa orðið eldinum að bráð og búist er við að ástandið versni á næstu dögum vegna hitabylgju sem gæti staðið fram þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×