Innlent

150 reiðhjólum úthlutað til barna

Bjarki Ármannsson skrifar
Einn viðtakenda með "nýja“ hjólið sitt.
Einn viðtakenda með "nýja“ hjólið sitt. Vísir/
Um fjögur hundruð hjól, í misgóðu ástandi, söfnuðust í hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children þetta árið. Þar af rötuðu 150 til barna sem annars ættu ekki kost á að eignast hjól. Þetta er í fjórða sinn sem samtökin standa fyrir hjólasöfnun.

Í tilkynningu segir að eftir viðgerðir sjálfboðaliða, hafi tvö hundruð góð hjól staðið eftir til skiptana. Um fimmtíu hafi verið gefin áfram til Hjálparstarfs Kirkjunnar.

Hjólasöfnunin er samstarfsverkefni Barnaheilla, Æskunnar barnahreyfingar IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Verkefnið felst í að safna hjólum á móttökustöðvum Sorpu og Hringrásar, gera við hjólin og úthluta þeim svo til barna sem ekki geta eignast hjól með öðru móti. Úthlutun er unnin í samstarfi við félagsþjónustu sveitarfélaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×