15 manns fastir í Víđihlíđ: „Ekki hundi út sigandi“

 
Innlent
23:01 04. FEBRÚAR 2016
Búiđ er ađ opna fjöldahjálparstöđ í Víđihlíđ en ţar er nú vitlaust veđur.
Búiđ er ađ opna fjöldahjálparstöđ í Víđihlíđ en ţar er nú vitlaust veđur. VÍSIR/VILHELM

Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Víðihlíð í Víðidal á Norðurlandi vestra. 15 manns sem voru á nokkrum bílum sitja þar nú fastir og hafast við í félagsheimilinu í Víðihlíð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er kolvitlaust veður á svæðinu og „ekki hundi út sigandi“ eins og lögreglumaður á Blönduósi orðaði það í samtali við Vísi.

Unnið er að því koma ferðalöngunum í gistingu á bæjum í kring en Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga hefur staðið í ströngu síðan óveður skall snarpt á seinnipartinn í dag. Hefur sveitin komið um 20 manns á átta bílum til aðstoðar.
 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / 15 manns fastir í Víđihlíđ: „Ekki hundi út sigandi“
Fara efst