Erlent

15 ára drengur stunginn til bana fyrir hjól

Samúel Karl Ólason skrifar
Alan Cartwright sem hér er fremstur náði að hjóla stuttan spöl áður en hann dó.
Alan Cartwright sem hér er fremstur náði að hjóla stuttan spöl áður en hann dó.
Lögreglan í London hefur birt myndband úr öryggisvél, sem sýnir þrjá menn ráðast á fjóra fimmtán ára drengi þar sem þeir hjóla eftir fjölfarinni götu. Einn drengjanna var stunginn og lést á vettvangi árásarinnar.

Sá sem leiðir rannsóknina segir að Alan Cartwright hafi ekki átt möguleika á því að verjast árásinni, sem átti sér engan aðdraganda. Atvikið átti sér stað á föstudaginn.

Á myndbandinu má sjá þrjá menn ráðast á drengina. Einn þeirra stingur Alan og annar vinur hans er rifinn niður af hjóli sínu. Alan náði að hjóla áfram stuttan spöl áður en hann datt af hjóli sínu. Sjúkraflutningamenn mættu á svæðið, en Alan var lýstur látinn á vettvangi, samkvæmt Sky News.

Lögregluna segir rannsóknina ganga vel og að búið sé að ræða við fjölda vitna. Hins vegar biðla þeir til allra þeirra sem urðu vitni að árásinni, sem og þá sem vita hverjir árásarmennirnir eru, að stíga fram.

Mennirnir stálu reiðhjólum af drengjunum en að öðru leyti virðist árásin vera tilefnislaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×